Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010 - Tilkynning

Körfubolti | 05.11.2009
Körfubotlabúðir KFÍ 2009 - Hópmynd
Körfubotlabúðir KFÍ 2009 - Hópmynd
1 af 11
Eins og flestum er vel kunnugt, stóð KFÍ fyrir æfingabúðum í sumar.  Þær tókust einstaklega vel og stóðu fyllilega undir væntingum allra sem að komu, hvort sem það voru þjálfarar, leikmenn eða aðstandendur.  Eitt var gagnrýnt helst og það réttilega, fyrirvarinn var helst til skammur.  Þessu ætlum við að bæta úr fyrir næsta ár og tilkynnum hér með að KFÍ hefur í hyggju að halda sambærilegar æfingabúðir fyrir krakka alls staðar að af landinu. 

Búðirnar verða í 2. viku júní.  Við erum byrjuð undirbúning og munum kynna væntanlega þjálfara um leið og nöfn þeirra fást staðfest.  Endanleg dagsetning verður einnig kynnt síðar.  Þegar þessi atriði liggja fyrir munum við hefja skráningu, en það verður að sjálfsögðu tilkynnt sérstaklega og rækilega.  Gerum ráð fyrir því að geta tekið á móti um 80-90 þátttakendum í búðirnar með óbreyttu skipulagi.

Hvetjum áhugasama til þess að fylgjast með á KFÍ síðunni reglulega, frekari fréttir verða fyrst kynntar þar.

Með körfuboltakveðju,

Helgi Kr. Sigmundsson, ritari KFÍ Deila