Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010

Körfubolti | 11.03.2010
Hér er Dragan Vasilov í heimsókn í æfingabúðum á Filipseyjum fyrir 3 mánuðum.
Hér er Dragan Vasilov í heimsókn í æfingabúðum á Filipseyjum fyrir 3 mánuðum.
Nú getum við staðfest að Dragan Vasilov hefur boðað koma sína í æfingabúðirnar í sumar.  Hann er formaður þjálfarasambands Makedóníu og hefur yfirumsjón hjá körfuknattleikssambandi í Makedóníu með vali í landslið.  Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af þjálfun og hefur komið víða við.  Það verður gaman að hitta hann í sumar og hann er góð viðbót í þjálfarateymi búðanna.  Við reiknum svo með því að reka smiðshöggið á þennan þátt í undirbúningnum á næstu dögum og eigum von á staðfestingu á komu þeirra Toni Radic frá Króatíu og Nebosja Vidic frá Serbíu.  Nebosja var hér í fyrra og er okkur að góðu kunnur, enda verður þetta þriðja sumarið sem hann hittir drengina úr KFÍ í æfingabúðum.  Borce Ilievski er yfirþjálfari búðanna líkt og í fyrra.

Þetta lofar góðu og ætti að verða fínn vettvangur fyrir bæði leikmenn og þjálfara til þess læra nýja hluti og leggja grunn að undirbúningi næsta tímabils. Deila