Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Breyting á þjálfarahópnum

Körfubolti | 01.06.2010
Coach Gonzalez í action
Coach Gonzalez í action
Okkur voru að berast þær fréttir að Alejandro Martinez kæmist ekki til okkar vegna óviðráðanlegra orsaka.  Hafðar voru snarar hendur og landi Alejandro fenginn í staðinn, heitir hann Gustavo Rios Gonzalez og mun starfa við búðirnar í stað Alejandro. 

Gustavo Rios Gonzales hefur 14 ára starfsreynslu sem þjálfari.  Síðustu 3 ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá La Laguna sem spila í næst efstu deild á Spáni (Leb Gold) og stýrt varaliði þess.

Hann mun taka að sér fyrirlestur um vörn gegn pick & roll sem Martinez ætlaði að sjá um og einnig mun han halda fyrirlestur um miðherjaþjálfun, séræfingar fyrir stóra menn.

Okkur er fengur að fá Gonzalez til lið við okkur og sérstaklega með svona stuttum fyrirvara. Deila