Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Gunnlaugur H. Elsuson

Körfubolti | 10.06.2010
Gunnlaugur H. Elsuson  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Gunnlaugur H. Elsuson (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Gulli Elsu er flestum hnútum kunnugur, harðjaxl úr körfuboltanum, menntaður Íþróttafræðingur frá Laugarvatni, leikmaður til fjölda ára í körfuknattleik, þjálfari yngri flokka hjá ÍR (8. 9. og 10. flokkur).  Auk þessa er hann golfkennari og má öllum ljóst vera að hann er með iðnaðari mönnum sem fyrir finnast.  Hann gaf sér tíma til þess að koma til Ísafjarðar vegna æfingabúðanna þetta árið og ekki varð undan því komist að taka hann tali.  Lá beinast við að koma sér að efninu og spyrja hann álits á Körfuboltabúðunum.

"Þetta er gríðarlega skemmtilegt og fagmannlega staðið að öllum hlutum hér.  Þjálfararnir eru framúrskarandi og frábært að fá að kynnast þessum körlum á þennan hátt.  Þetta er að mínu mati nauðsynleg lífsreynsla fyrir ungt og framsækið körfuknattleiksfólk (leikmenn og þjálfara) á Íslandi.  Ég kem pottþétt aftur að ári og hef með mér stóran hóp leikmanna til þess að taka þátt í þessu ævintýri."

Gulli hefur tekið virkan þátt í þjálfun krakkanna og þökkum við honum fyrir hjálpina og spjallið.  KFÍ-síðan telur augljóst að hann er með þeim einbeittari og frábært að vita til þess að einstaklingar á við hann skuli gefa sig í þjálfun yngri flokka.  Óskum við honum og krökkunum úr ÍR góðs gengis í framtíðinni, sjáumst að ári! Deila