Það liggja mörg handtök að baki undirbúnings æfingabúða sem þessara. Eins og ávalt höfum við getað leitað til aðstandenda og stuðningsfólks liðsins sem hefur fúslega lagt okkur lið sitt með ómetanlegri sjálfboðaliðavinnu. Það eru fjölmargir sem fylla þennan góða hóp og of langt mál að telja alla upp með nafni en KFÍ vill þakka þeim öllum fyrir hjálpina og samveruna þessa mjög svo ánægjulegu viku.
Ekki má hjá líða að nefna helstu styrktar- og/eða samstarfsaðila búðanna, en það eru Ísafjarðarbær, Íslandssaga, Klofningur, Menntaskólinn á Ísafirði, Hótel Ísafjörður, Flugfélagið og síðast en ekki síst Landsbankinn. Í vikunni komu einmitt þau Inga Karlsdóttir útibússtjóri og Hafsteinn Sigurðsson aðstoðarútibússtjóri Landsbankans á Ísafirði í heimsókn í búðirnar og afhentu iðkendum og félaginu styrk í formi forláta stuttermabola. Fengu allir iðkendur boli sem og þjálfarar. Jóhann Waage grafískur hönnuður og körfubolta connosieur hannaði bolinn fyrir okkur og það tókst frábærlega. Þessi gjöf er mjög skemmtileg og vel þegin, auk þess að vera þarfaþing sem flík, rammar bolurinn inn skemmtilegar minningar um búðirnar og er ástæða til þess að þakka Landsbankanum fyrir stuðnginn. Um leið viljum við þakka öllum hinum stuðningsaðilunum og velunnerum KFÍ fyrir alla hjálpina við undirbúning búðanna, án ykkar væri þetta trauðla framkvæmanlegt.
Sjáumst á næsta ári !!!