Þá er síðasti dagur búðanna hafinn. Dagskrá dagsins eru æfingar nú í morgunsárið og síðan verða úrslit í einstaklingskeppnum. Að því loknu eða í kringum 11.30 verða viðurkenningar og búðaskírteini afhent. Um kl. 12.30 verður kveikt upp í Muurikka pönnum og öllum aðstandendum og iðkendum boðið til grillveislu og búðum formlega slitið.
Allir hjartanlega velkomnir í grillið. Þátttakendur, foreldrar, systkini sem og ættingjar og vinir.
Deila