Hópurinn frá því í fyrra (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Skráningar í búðirnar ganga vel. Öll pláss eru óðum að fyllast og þurfa áhugasamir að hafa hraðar hendur á að skrá sig. Skráningar fara fram í netfanginu hsv@hsv.is og allar upplýsingar hægt að fá í síma 450-8450 og 861-4668.
Eins og áður hefur komið fram verður Borce Ilievski yfirþjálfari búðanna og 4 erlendir þjálfarar honum til aðstoðar ásamt innlendum aðstoðarmönnum. Búðirnar verða settar upp með svipuðu sniði og í fyrra, körfubolti allan daginn undir öruggri stjórn frábærra erlenda þjálfara.
Deila