"Skólabekkurinn" var svo sannarlega hokinn af reynslu... það er samt alltaf hægt að bæta við sig! (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Það er leikur að læra...2-3 svæði (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Þjálfaranámskeiðið hófst í gær með fyrirlestri og "kliník" hjá þeim Dragan Vasilov og Nebosja Vidic. Dragan byrjaði á því að fara yfir "æfingar sem hjálpa liðinu" og Nebosja fjallaði um 2-3 svæðisvörn. Farið var yfir grundvallaratriði og gafst kostur á að ræða mismunandi útfærslur og smáatriði ýmis sem þjálfarar margir hafa hreinræktaða ástríðu fyrir. Gagn og gaman fyrir alla viðstadda. Þessi þáttur æfingabúðanna er mjög mikilvægur og er það ósk okkar að hann eflist með hverju árinu.