Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Toni Radic

Körfubolti | 11.06.2010
Toni Radic.  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Toni Radic. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Toni Radic er frá Króatíu og er yfirþjálfari KK Otok Murter sem var í B deildinni þar í landi.  Hann hefur einnig þjálfað í Lúxemburg og Þýskalandi.  Þetta er hans fyrsta ferð til Íslands og KFÍ-síðan ákvað að taka við hann örviðtal eins við höfum tíðkað í sambandi við Körfuboltabúðirnar.

"Ég hef tekið eftir því að krakkarnir hér eru vinnusöm og það búa miklir hæfileikar í þeim.  Hvoru tveggja er mikilvæg forsenda árangurs.  Þau verða að muna að körfuboltinn er leikur og við eigum öll að njóta hans með gleði í hjarta, þannig verður hann alltaf bestur.  Ég vil þakka Borce og öllum skipuleggjendum búðanna fyrir góða vinnu og tækifærið að koma hingað og fá að taka þátt í þessu með ykkur.  Ég vona að framhald verði á þessum búðum, sem ég tel vera heillaskref fyrir íslenskan körfubolta.  Takk aftur fyrir mig og óska ég krökkunum öllum góðs gengis!" Deila