Nú er hátíð okkar að byrja innan fárra dag og allt klárt frá okkur. Þjálfarar eru að pakka í töskur sem og iðkendur líka og eru krakkar svo spenntir að margir koma áður en körfuboltabúðirnar byrja. Heilmargir héðan frá KFÍ og foreldrar gesta okkar eru búnir að taka sér sumarfrí til að vinna fyrir okkur alla næstu viku og er það ómetanlegt framlag.
Ætlun okkar er að gera þessa heimsókn eftiminnilega fyrir alla þá sem koma að þessari miklu skemmtun og leggjum við okkur fram við að láta krakkana fara frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvík með bros í hjarta og hungur til að koma aftur sem fyrst.
Það verða fréttir daglega frá búðunum og myndir þannig að þeir sem eiga einhvern í búðunum geti fylgst grannt með.
Komið fagnandi og verið hjartanlega velkomin. Og munið að allar upplýsingar eru hér á síðunni ásamt því að Gaui er við símann allan daga og kvöld reiðubúinn til svara. Síminn 896-5111
Deila