Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Dagur 5

Körfubolti | 09.06.2011
Orri Stínuson bregður á leik
Orri Stínuson bregður á leik
1 af 5

Krakkarnir eru farin að venjast æfingunum og skipulaginu í búðunum. Æfingar gengu vel hjá þeim og var fram haldið með vinnu undir stjórn sömu þjálfara og stýrðu hópunum í gær að mestu leyti. Hápunktur dagsins var alveg örugglega hjá flestum þeirra þegar þeir liðsfélagarnir Tómas H. Tómasson og Ægir Þór Steinarsson komu í heimsókn.  Þeir tóku þátt í æfingum og aðstoðuðu við þjálfun í dag.  Frábærir drengir og góðar fyrirmyndir sem blésum mörgum móð í brjóst, eins og við var að búast.  Við munum segja frekar frá þeim drengjum í sérstökum pistli á morgun.

 

Af gestum okkar og lífinu utan vallar er það helst að frétta að Sigvaldi Eggertsson varð ellefu ára í dag, bauð hann upp á köku og naut í því m.a. aðstoð þeirra Lúlú, Ellu og Dagnýjar í eldhúsinu í mötuneyti búðanna. Dvölin á vistinni gengur vel og engin teljandi vandamál hafa komið upp.  Þær Laufey og Auður hafa haldið vel utan um vistarbúanna, og hafa reynst okkur svo sannarlega betri en enginn í þeim efnum - takk fyrir allt!  Látum að venju nokkrar myndir fylgja með.

Deila