Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Fyrirlestur: Pétur og Tony

Körfubolti | 08.06.2011
Fyrir áhugasama!
Fyrir áhugasama!
1 af 3

Pétur Már þjálfari KFÍ hóf daginn með umfjöllun um uppbyggingu snarpra æfinga á undirbúningstímabili eingöngu með boltaæfingum á samþáttun þeirra við sóknar- og varnarkerfi sem hann innleiðir síðar á undirbúningstímabilinu.  Þetta var mjög góð fræðsla og sýnikennslan hjálpleg.  Skiptar skoðanir komu fram hjá fjólþjóðaliðinu og voru þeir lengi fram eftir degi að útkljá þær - en það er orðin dagleg venja hér.

 

Tony fylgdi beint í kjölfarið með sitt erindi, en hann fór yfir "transition" sóknarleik.  Hann er auðvitað hafsjór þekkingar og var ósínkur á að miðla af viskubrunni sínum.  Það er ómetanlegt þegar hann nýtur aðstoðar krakkanna sem hann fékk í sýnikennslu, en þau hafa verið mjög dugleg hérna á námskeiðinu í slíku.  Með þeirra hjálp varð þessi fyrirlestur mjög lifandi og höfðu þeir sem á hlýddu mikið gagn af.

 

Samdóma álit þeirra sem tóku þátt að enn einn góður dagur í námskeið lokið.

Deila