Þjálfarar og iðkendur eru að tínast í hús og byrjað er að raða í herbergi og taka upp úr töskum. Útivöllurinn við Jakann er þéttsetinn og greinilegt að körfuboltabúðir eru að hefjast. Dagskrá hefst kl. 10.00 í fyrramálið og þó fyrr hefði verið að mati þeirra sem hanga á hurðarsnerlinum.
Þjálfararnir hafa verið í skoðunarferðum í dag, meðal annars að sjá hinn stórkostlega Dynjanda og svo var farið í fiskiveislu til Suðureyrar.
Nú er bara að setja á sig skóna og byrja ballið
Deila