Geoff Kotila er körfuboltaáhugamönnum á Íslandi vel kunnur frá því hann þjálfaði lið Snæfells með mjög góðum árangri 2006-2008. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til Ísafjarðar og hefur hann svo sannarlega sett mark sitt á búðirnar. Okkur lék forvitna á að spyrja Geoff hvaða skilaboð hann hefði til KFÍ og gesta búðanna.
Mikilvægast í öllum æfingabúðum er að krakkarnir læri eittvað í skemmtilegu umhverfi. Ungir leikmenn á Íslandi leggja jafn hart að sér í íþrótt sinni og þeir jafnaldrar þeirra erlendis sem eru hvað iðnastir. Það er því ánægjulegt fyrir þjálfara að vinna með þeim. Það hefur verið stórkostlegt að koma til Íslands aftur og njóta körfuboltans, sem og snjókomu í júní á ný! Að lokum vil ég þakka öllum hjá KFÍ að bjóða mér að taka þátt í æfingabúðunum!
Við þökkum Geoff Kotila fyrir frábært framlag í Körfuboltabúðirnar, bæði í þjálfun sem og kennslu á þjálfaranámskeiðinu. Óskum honum góðrar heimferðar síðar í dag og bjóðum hann velkominn aftur við fyrsta tækifæri.
Deila