Fréttir

Körfuboltabúðum KFÍ slitið í rjómablíðu

Körfubolti | 11.06.2012
Allir í grilli :)
Allir í grilli :)
1 af 9

Þá er komið að lokum hjá okkur þetta árið. Við erum himinlifandi með hvernig til tókst. Metfjöldi iðkenda og foreldra sóttu búðirnar ásamt fríðum flokki þjálfara sem sóttu fyrirlestrana sem voru hér hjá okkur á meðan æfingabúðum stóð.

 

Hér er myndskeið frá grillinu okkar tekið af  BB sjónvarpinu sem meistari Fjölnir Baldursson sér um. 

 

Við erum komin með Æfingabúðir KFÍ 2013 eru komnar á dagskrá og verða í byrjun júní á næsta ári og er okkur strax farið að hlakka til að sjá um þær.

 

Við viljum koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem hjálpuðu til við að gera þessar Æfingabúðir KFÍ mögulegar !!!  

 

Ella og Lúlú eru núna heimsfrægar en matur þeirra þótti það góður að mati erlendu gesta okkar að þau báðu um sérstakar kveðjur til þeirra.

 

Erna og Ása Dóra stóðu vaktina upp að handleggjum allar búðirnar og Auður var frábær á vistinni. Foreldrarnir sem voru á matarvöktunum voru snilld. Krakkarnir í vinnuskólanum voru dugleg og ekki hefði þetta gengið smurt án starfsfólks íþróttahússins þeirra Gaua, Sigga og Súna. Steini kokkur var með Murrikka pönnuna sína og eldaði steinbít og pylsur eins og honum einum er lagið og er alltaf boðinn og búinn að hjálpa.

 

Einnig viljum við þakka Halldóri Sveinbjörnssyni og Gunnari Bjarna kærlega fyrir að hafa reddað  viðurkenningarskjölunm til okkar á mettíma yfir helgina til að afhenda krökkunum úr búðunum við búðarslitin.

 

Myndirnar sem fylgja fréttum okkar eru frá Ernu Jónsdóttur, Ingólfi Þorleifssyni, Mattíasi og Þóru. Takk fyrir :)

 

Ísafjarðarbær, MÍ, Flugfélag Íslands, Íslandssaga, Klofningur og Hótel Ísafjörður fá sérstakar þakkir fyrir sitt framlag sem er ekki lítið, en þetta ,,geymt en alls ekki gleymt "

 

Kærar þakkir yndislega fólk. Þið eruð ómetanaleg.

 

F.h. stjórnar KFÍ

Gaui.Þ

Deila