Hinn árlegi Körfuboltadagur Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi á mánudaginn kemur, 9. september kl. 18-19:30. Dagurinn markar upphaf vetrarstarfsins í körfunni þar sem þjálfarar yngri flokka og leikmenn meistaraflokks karla halda uppi stuðinu inni í sal á meðan barna- og unglingaráð undirbýr pylsugrill fyrir alla gesti. Spáný æfingatafla körfunnar liggur frammi og eru áhugasamir nýliðar og foreldrar þeirra boðnir sérstaklega velkomnir að koma og kynna sér starf deildarinnar.
Í yngri flokkum körfunnar er boðið upp á æfingar fyrir alla aldurshópa frá 6-18 ára og er jafnt framboð af æfingahópum fyrir stráka og stelpur. Vel mannaður þjálfarahópur hefur þegar tekið til starfa en æfingar hófust samkvæmt vetrartöflunni á mánudaginn var.
Barna- og unglingaráð vonast til að sjá sem allra flesta á Körfuboltadegi Vestra á mánudag kl. 18.
Æfingataflan í pdf formi til prentunar.
Deila