Hinn árlegi Körfuboltadagur fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi í dag og er nú haldinn í fyrsta sinn undir merkjum Körfuknattleiksdeildar Vestra. Fjörið hefst kl. 18.15 og lýkur með pylsugrilli um 19.30. Deginum er ætlað að marka upphaf vetrarstarfs yngri flokka félagsins, æfingatafla vetrarins er kynnt og farið í ýmsa leiki og sprellað undir stjórn þjálfara yngri flokkanna og liðsmanna meistaraflokks karla. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma á Torfnes í dag og kynna sér vetrarstarfið og þessa skemmtilegu boltaíþrótt.
Vetraræfingar yngri flokka hófust 1. september og er boðið upp á skipulagðar æfingar fyrir börn og unglinga frá leikskólaaldri og upp í 10. bekk grunnskóla. Valinn þjálfari stýrir hverjum hópi en yfirþjálfari Kkd Vestra er Yngvi Páll Gunnlaugsson.
Deila