Vetrarstarf yngri flokka KFÍ hefst á morgun með hinum árlega Körfuboltadegi á Torfnesi þar sem þjálfarar og æfingatafla vetrarins verða kynnt og krakkar á öllum aldri fá að spreyta sig með körfubolta í léttum æfingum og leikjum undir stjórn meistaraflokka félagsins. Fjörið stendur frá 11-13. Holl og góð hressing í boði og heitt á könnunni fyrir foreldra og forráðamenn.
ALLIR VELKOMNIR!
Deila