Á fundi unglingaráðs s.l. mánudag var ákveðið að setja aftur upp körfuboltahátíð KFÍ, en sú hátíð tókst með eindæmum vel í fyrra og mættu um 250 manns. Þar var margt til gamans gert og voru meðal annars allir úr meistaraflokkum félagsins á staðnum og leikir og annað skemmtilegt á dagskrá. Þar verður 3 stiga keppni, "stinger" og margt fleira.
Það verður ekki síðra núna og er nefnd að störfum núna sem ætlar að gera þennan dag fjölskyduvænan og eru allir Vestfirðingar velkomnir. Nánar verður gert grein fyrir dagskránni þegar líður á september, en um að gera að hringa á dagatalið hjá sér strax 1. október kl. 11-13 í íþróttahúsinu á Torfnesi (Jakanum)
Deila