Fréttir

Körfuboltamaraþon á Þingeyri

Körfubolti | 02.03.2018
Stór hluti krakkanna sem nú taka þátt í maraþoninu stóð einnig fyrir maraþoni í fyrra á Suðureyri til að safna fyrir ferð í æfingabúðir á Spáni. Dugnaðarforkar!
Stór hluti krakkanna sem nú taka þátt í maraþoninu stóð einnig fyrir maraþoni í fyrra á Suðureyri til að safna fyrir ferð í æfingabúðir á Spáni. Dugnaðarforkar!

Krakkarnir í 10. flokki drengja og 9. flokki stúlkna standa fyrir körfuboltamaraþoni á Þingeyri í dag föstudaginn 2. mars og fram á aðfaranótt laugardags. Maraþonið er liður í fjáröflun krakkanna fyrir keppnisferðir til Svíþjóðar í vor. Strákarnir munu keppa á Scania Cup mótinu sem fram fer Södertälje rétt fyrir utan Stokkhólm þann 29. mars til 2. apríl næstkomandi en stelpurnar spila á Göteborg Basketball Festival sem fram fer í Gautaborg dagana 10.-13. maí.

Maraþonið hefst kl. 14:00 í Íþróttamistöðinni á Þingeyri og stendur til klukkan 02:00 aðfaranótt laugardags. Við hvertjum að sjálfsögðu alla Þingeyringa til að líta við í íþróttahúsinu og fylgjast með krökkunum.

Undanfarna daga hafa krakkarnir leitað til fyrirtækja á svæðinu eftir áheitum og hefur sú söfnun gengið vel. Það er vert að þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hafa heitið á krakkana enda mun þessi stuðningur vega þungt til að fjármagna ferðina

Deila