Það er líf og fjör í skráningu í æfingabúðirnar okkar í ár.
Það eru rúmlega 100 iðkendur frá félagi skráð til leiks og þau koma frá. Þór Akureyri., Fjölni Grafarvogi, Hetti Egilstöðum, Herði Partreksfirði, Þór Þorlákshöfn, ÍR Reykjavík, KR Reykjavík, UMFH Flúðum, Sindra Hornafirði, Skallagrím Borgarnesi, ÍA Akranesi, Stjörnunni Garðabæ, Snæfell Stykkishólmi, Laugdælir Laugavatni, Afturelding Mosfellbæ, Haukar Hafnarfirði, KFÍ Ísafjarðarbæ og frá UMFG Grindavík.
Þetta er alveg frábært og ekki loku skotið fyrir að nokkrir bætist í hópinn á morgun og mánudag en mikið er um fyrirspurnir. Það er gaman að segja frá því að Höttur frá Egilsstöðum og Sindri Hornafirði eru að senda krakka hingað og þegar keyrt er eins og Viðar og Kristleifur gera þá eru þetta litlir 1650 km. í keyrslu frá Egilstöðum og þau frá Sindra leggja í 1796 km. til að taka þátt í þessum búðum og verður að dást að þessu fólki og reyndar að öllum þeim sem koma og taka þátt og verður vel tekið á móti öllum okkar gestum.
Við erum að leggja lokahönd á öll verkefni fyrir búðirnar, en þetta er gríðarlega stórt verkefni, en í senn algjör hátíð fyrir alla sem að þessu koma. Þjálfarar eru að klára dagskrá sem er send til iðkendanna í tölvupósti ásamt því sem við erum dugleg að senda póst með fréttum og ýmsum upplýsingum sem koma að notum.
Búðirnar hefjast miðvikudaginn 6. júní. og þeim lýkur mánudagskvöldið 11. júní.
Enn er hægt að bæta við nokkrum krökkum, en allar nánari upplýsingar um þessa viku gefur Gaui.Þ í síma 896-5111 eða senda tölvupóst til hans á kfibasketball@gmail.com
Scott Stabler ABA í USA.
Hrafn Kristjánsson KR, Reykjavík.
Pétur Már Sigurðsson KFÍ, Ísafjörður.
Hjalti Vilhjálmsson Fjölni, Reykjavík.
Finnur Freyr Stefánsson KR, Reykjavík.
Patecia Hartman WUBA, USA.
Arnar Guðjónsson Aabyhoj Danmörk.
Jón Oddsson Frjálsíþróttaþjálfari, Ísafjarðarbær.
Martha Ernstdóttir Sjúkraþjálfari, yogakennari og þjálfari, Ísafjarðarbær.
Borce Ilievski sem þjálfaði KFÍ og Tindastól.
Og svo eru fjöldi gestaþjáfara sem taka þátt í búðunum og hjálpa til við æfingar og í leikjum.
Auk þessa hæfu þjálfara verða sérstakir gestir okkar meðal annars.
Hlynur Bæringsson Sundsvall, Svíðþjóð.
Jakob Sigurðarson Sundsvall, Svíþjóð.
Jón Arnór Stefánsson CAI Zaragoza, Spánn.
Sigrún Ámundadóttir KR, Reykjavík.
Hafrún Hálfdánardóttir KR, Reykjavík
Nánari upplýsingar hér í meira
Deila