Fréttir

Kvennalið KFÍ mætir Þór

Körfubolti | 20.02.2015
Eva Margrét og liðsfélagar hennar mæta Þór frá Akureyri hér heima á morgun laugardag kl. 15:00.
Eva Margrét og liðsfélagar hennar mæta Þór frá Akureyri hér heima á morgun laugardag kl. 15:00.

Kvennalið KFÍ mætir Þór Akureyri hér heima í fyrstu deild kvenna á morgun laugardag kl. 15:00. KFÍ situr í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig en Þórsarar eru í sjötta sæti með fjögur stig. Okkar stelpur hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið fjóra síðustu leiki sína en Þórsarar eru sýnd veiði en ekki gefinn enda vann Þór fyrri leik liðanna á Akureyri auk þess að leggja Stjörnuna í síðustu umferð an Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar.

 

Okkar stelpur hafa því harma að hefna og munu án efa leggja allt í sölurnar til að tryggja sigur. Hvetjum alla til að mæta á Torfnes og styðja við bakið á stelpunum!

Deila