10. flokkur stúlkna tekur á móti liði Breiðabliks á sunnudaginn kemur kl. 11.30. Leikurinn er frestaður leikur frá síðasta fjölliðamóti og því liður í Íslandsmóti. Allir hvattir til að mæta og hvetja stúlkurnar okkar.
Vegna þessa þá breytast æfingar á laugardeginum hjá okkur, víxluðum æfingatímum við fótboltann svo leikurinn gæti farið fram og þökkum við þeim skilninginn.
Æfingar hjá 8. flokki og 10. flokki stúlkna á laugardaginn færast þannig frá 12.20 til 13.40
Deila