Það er vel hægt að afsaka að erfitt var að keyra að Vestan og nýjir menn inn og gamlir út. En það afsakar ekki að geta ekki tekið á móti þegar hrint er og ýtt. Menn eiga ekki að gefa eftir á vellinum og þá er sama hver á í hlut. Það jákvæða er að Hlynur er kominn heim frá Danmörku og einnig er nýr leikmaður kominn í leiktstjórnanda hlutverkið sem heitir því viðkunnuglega nafni Damier Pitts og kemur frá Marshall University og komst hann ágætlega frá sínu miðað við sólarhrings ferðalag og beint í leik. Hann lítur vel út og mun hann ásamt Hlyn gera okkur mun sneggri og leysa ýmis vandamál.
Það er auðvelt að setja upp grein hér um leikinn, en Nonni á karfan.is komst vel að orði og bendum við á grein hans HÉR. Þessi leikur er farinn og næsti handan við hornið. Snæfell á sunnudagskvöld er málið og þá er bara að bretta upp á ermar og snýta sér vel fyrir þann leik.
Deila