Þá er fyrri leik okkar gegn Hetti lokið og er skemmst frá því að segja að við kláruðum leikinn með frábærum liðsleik sem er svo sem ekkert nýtt hér í KFÍ. Sex leikmenn okkar gerðu meira en tólf stig og níu af tíu leikmönnum okkar skoruðu stig í kvöld og Edin lék að nýju með okkur og stóð sig eins og allir vel.
Við byrjuðum fyrri hálfleikinn sterkt og vorum alltaf skrefinu á undan Hetti í öllum aðgerðum inn á vellinum og leiddum í hálfleik. 31-42. Í þriðja gáfum við í og vorum komnir með 17 stiga forustu 50-67 þegar haldið var í lokafjórðunginn. Sá síðasti var mjög skemmtilegur hjá báðum liðum og mikið skorað, en leikrurinn var aldrei í neinni hættu og "Ísdrengirnir" skelltu Hetti á ís og sigur í höfn. Lokatölur 75-91.
Stig KFÍ. Ari 22 stig (6 af 11 í þristum), Edin 14 stig 12 fráköst, Chris 13 stig, 13 fráköst, Craig 13 stig, 9 stoðsendingar, Kristján Pétur 12 stig, 7 fráköst (4 af 7 í þristum), Siggi Haff 10 stig, (100% nýting 1/1 í tveggja, 2/2 í þriggja og 2/2 í vítum), Hlynur 3 stig og Hermann 3 stig.
VARÚÐ ENDURTEKNING !! Þetta var sigur heildarinnar og flott að sjá svona dreyfingu á stigum á meðal manna. Síðari leikur okkar er á morgun kl. 15.00 á Egilstöðum og við viljum skila kveðjum til Gunnars Péturs Garðarsonar sem öskraði okkur áfram fyrir austan.
Áfram KFÍ
Deila