Helgina 25. og 26. janúar verða haldnar stuttar körfuboltabúðir fyrir iðkendur KFÍ og aðra áhugasama körfuboltakrakka. Búðirnar eru ætlaðar krökkum frá 9 ára aldri og verður þátttakendum skipt í hópa eftir getu. Yfirþjálfari búðanna verður meistaraflokkskempan Mirko Virijevic en með honum verður einvalalið þjálfara, m.a. úr meistaraflokki KFÍ.
Búðirnar fara fram á Torfnesi á laugardag kl. 14-18 og sunnudag kl. 12-16. Boðið verður upp á hollt og gott nasl á meðan á æfingum stendur ásamt pizzuveislu í lok æfinga á laugardegi. Þátttökukostnaður er aðeins 1.000 krónur.
Skráning fer fram á netfangið bil@snerpa.is eða í síma 896 3367.
Deila