Lokahóf KFÍ verður haldið n.k. föstudagskvöld 4.maí í Bryggjusal Edinborgarhússins. Hófið hefst kl.19.00. Það eru bræðurnir frá Núpi þeir Sigurður og Guðmundur sem munu töfra fram kræsingar og kostar einungis 3000 íslenskar krónur inn og er þetta að sjálfsögðu opið öllum velunnurum félagsins og hvetjum við alla að koma og fagna með okkur. Skemmtiatriði kvöldsins eru í höndum meistaraflokka okkar og eru margir X-Factor snillingar þar á ferð sem hafa alltaf átt þá óks að geta látið ljós sitt skína. Þessi ósk verður uppfyllt þarna um kvöldið og er mælt með því að gestir mæti með myndavélar sínar.
Heyrst hefur að Jón Hrafn hafi samið sérstakt lag í tilefni teitisins og mun Kristján Pétur flytja það og Ari Gylfason spila undir á Hammond orgel, Guðni Páll spilar á bassa, Óskar Kristjáns þenur harmonikkuna og Pétur Már þjálfari mun ætla að prófa sig áfram á hörpu. Svo munu þau Sigmundur, Gautur, Anna Fía, Rósa og Lilja syngja bakraddir.
Það er auðvitað öllum ljóst að árangur KFÍ í vetur var hreint frábær og er yfir mörgu að gleðjast. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við Birnu Lárusdóttur í síma 896-3367 og taka frá miða á lokahóf okkar allra. Vestifirðingar eru þekktir fyrir að skemmta sér og öðrum vel og innilega. Það verður engin breyting þar á nú.
Áfram KFÍ
Deila