KFÍ mætir (vonandi) úrvalsdeildarliði Fjölnis á morgun, miðvikudag, í Lengjubikar karla. Þetta verður fjórða tilraunin til að halda leikinn en honum var frestað þrívegis vegna þess að ekki var flogið seinnipart sunnudags, mánudags og þriðjudags í síðustu viku.
KFÍ er sem sem stendur í 3. sæti B-riðils Lengjubikarsins með 1 sigur og 2 töp. Liðið sigraði Hauka glæsilega um daginn en tapaði tvívegis fyrir toppliði Grindavíkur þrátt fyrir góða baráttu. Fjölnismenn sitja hins vegar á botninum með 3 töp en gætu skotist upp fyrir KFÍ með sigri í leiknum.
Að öllu óbreyttu hefst leikurinn kl 19:15 á morgun og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á KFÍ TV.
Deila