Fréttir

Marko Dimitrovic framlengir

Körfubolti | 27.05.2020
Marko Dmitrovic tekur slaginn með Vestra á næsta tímabili. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Marko Dmitrovic tekur slaginn með Vestra á næsta tímabili. Ljósmynd: Anna Ingimars.

Króatíski miðherjinn Marko Dimitrovic hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra. Marko kom til liðs við Vestra síðastliðið haust og lék í stöðu miðherja og framherja jöfnum höndum. Áður en Marko kom vestur á Ísafjörð lék hann í Seria C á Ítalíu en hefur að öðru leyti mest leikið í heimalandinu Króatíu.

Marko átti gott tímabi með Vestra síðastliðinn vetur og fór vaxandi með hverjum leikn. Hann skilaði 10,5 stigum, 6,5 fráköstum, 2,7 stoðsendingum og framlagi upp á 14 punkta. Það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi samstarfi þeirra Nemanja Knezevic undir körfunni á komandi tímabili.

Körfuknattleiksdeild Vestra hlakkar til áframhaldandi samstarfs við þennan stæðilega pilt á komandi tímabili.

Deila