Fréttir

Meistaraflokkarnir í Neista á morgun

Körfubolti | 27.10.2011
Þau verða öll á svæðinu
Þau verða öll á svæðinu

Á morgun föstudag á milli 16-17 munu meistaraflokkar KFÍ vera niður í Neista og taka létt spor á göngunum þar. Þetta er "snögg" uppákoma sem er til að vekja athygli á leikjum þeirra hér heima um helgina. Farið verður í skotleik og gefin plaköt með mynd af liðunum og munu þeir sem vilja fá áritun frá leikmönnum og þjálfara.

 

Það er aldrei að vita nema Ari Gylfason fari með ljóð og Siggi Haff og Kristján Pétur taki lagið. Þessir þrir ásamt þjálfara meistaraflokkanna hafa verið að undirbúa sig undir jólahlaðborð KFÍ þar sem þeir munu syngja, dansa og fremja töfrabrögð.

 

Einnig mun formaður KFÍ Sævar Óskarsson prútta fólk með árskort á leikina með hjálp stjórnar.

 

Það er um að gera að skunda niður í Neista og taka þátt í þessari uppákomu og láta koma sér að á óvart.

Deila