Öflugt meistaraflokksráð hefur nú tekið til starfa og er ætlað það hlutverk að vera stjórn og þjálfara til halds og trausts. Það dylst engum að störf innan íþróttafélaga er mikil vinna og því ákaflega mikilvægt að hafa menn sem vilja vinna til þess að létta undir með stjórnum. Þessi hópur er með mjög mikla reynslu af störfum við íþrótta og félagsmál. Þeir sem eru nú komnir til verka eru: Guðjón Guðmundsson,Guðjón Þorsteinsson, Guðni Ó. Guðnason, Helgi Sigmundsson, Hreinn Þorkelsson, Jón Oddsson, og Unnþór Jónsson. Þeir fá úr þessu líklega seint nýliðaverðlaunin en eru aftur á móti svo sannarlega reynslunni ríkari og bjóðum við á kfi.is þessa heiðursmenn velkomna til starfa.
Deila