Á laugardaginn n.k. byrja stelpurnar í meistaraflokk kvenna leik sinn á Íslandsmóti eftir að liggja í dvala í nokkur ár og fögnum við því gífurlega. Leikurinn átti að vera á Jakanum (Torfnesi) en vegna kaffisamsætis þar kom Bolungarvík okkur til bjargar og verður leikurinn á laugardag og hefst kl. 15.15 og er frítt inn.
Við hvetjum alla til að taka sér góðan rúnt út í Bolungarvík og styðja við bakið á stelpunum okkar.