Stelpurnar úr mfl. kvenna unnu frækinn sigur á Breiðablik í dag, lokatölur 49-60. Það byrjaði ekki glæsiega hjá stúlkunum að sem Hafdís snéri sig mjög illa og hvarf af velli strax á sjöttu mínútu, en þá stigu hinar einfaldlega upp og lönduðu góðu sigri og settu okkur í 2.sæti í 1. deild.
Stigahæst var Sólveig Helga með 18 stig og tók 15 fráköst. Næst henni var Eva Kristjánssdóttir með 15 stig og flotta nýtingu. Anna Fía 13 stig, Vera 8, Svandís 4 og Sunna 2.
Frábært hjá stelpunum okkar.
Hér er TÖLFRÆÐIN
Deila