Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Svartfellinginn Nemanja Knezevic um að leika með liðinu. Nemanja er þrítugur 205 sentímetra hár miðherji sem býr yfir góðri tækni og miklum hreyfanleika. Það er mikill fengur að þessum geðþekka pilti og mun hann styrkja lið Vestra mikið í komandi átökum í 1. deildinni í vetur.
Rétt er að taka fram að þótt Nemanja beri sama ættarnafn og Nebojsa Knezevic leikmaður Vestra eru þeir óskyldir með öllu. Félagarnir eru þó ekki ókunnugir hvor öðrum því þeir léku saman með serbneska liðinu Vojvodina Novi Sad í annari deildinni í Serbíu tímabilið í þrjú ár á sínum yngri árum.
Deila