Fréttir

Mikill uppgangur í körfuboltanum

Körfubolti | 26.11.2010
Körfubolti er fyrir alla. Mynd karfan.is
Körfubolti er fyrir alla. Mynd karfan.is
Það er óhætt að segja að mikill uppgangur sé í körfuboltaiðkun hér fyrir vestan. Mikil fjölgun er í öllum flokkum og er mikið æft á Ísafirði og Bolungarvík og mikið og gott samstarf þar á milli. Þjálfarar KFÍ fara til Bolungarvíkur og krakkarnir með. Æft er fjóra daga vikunar þar og eru foreldrar mjög duglegir að keyra á milli. Þjálfarar KFÍ eru núna  sex. Það eru þau Stefanína Ásmundsdóttir, Shiran Þórisson, Carl Josey, Guðni Ó. Guðnason, Daði Berg Grétarsson og Guðjón Þorsteinsson.

Við hvetjum alla sem áhuga á að æfa með KFÍ að kíkja á æfingar. Það er krökkunum að kostnaðarlausu og eru æfingatímar hér til vinstri á síðunni undir ,,skrár og skjöl" Það eru allir hjartanlega velkomnir að koma til okkar.

Deila