Fréttir

Minni bolti stúlkna var til fyrirmyndar á Nettómótinu

Körfubolti | 17.03.2011
"birnurnar" okkar ásamt Lindsay þjálfara
Það er óhætt að segja að stúlkurnar okkar í minnibolta KFÍ hafi komið á með látum á Nettómótið í Keflavík. Níu valkyrjur mættu til leiks ásamt hinni frábæru Lindsay þjálfara og stóðu þær sig frábærlega innan sem utan vallar. Það var gaman að sjá baráttu þeirra og er virkilega ánægjulegt að sjá hvað þær hafa náð miklum framförum á stuttum tíma.

Það er mikil gróska hjá félaginu í dag og er mikil aukning í yngstu flokkum. Það er pottþétt að þessar stúlkur munu bara gefa í og mæta sterkar til leik á Patreksfjörð á eins konar Vestfjarðamót (mini) sem er í bígerð. Haldið áfram á þessari braut stúlkur.

1,2,3 KFÍ  Deila