Fréttir

Minnibolti drengja stóð sig vel í Borgarnesi

Körfubolti | 08.02.2012
Þessir hafa stækkað, en eru alltaf
Þessir hafa stækkað, en eru alltaf "púkarnir" okkar

"púkarnir" okkar í minnibolta drengja fóru í Borgarnes um síðustu helgi og kepptu ar þrjá leiki í Íslandsmótinu. Þeir unnu einn og töpuðu tveim, en einn þerra tapaðist með minnsta mun eða einu stigi.

 

Fyrsti leikur þeirra var gegn Borganesi og var rosaleg barátta í honum. Þeir gáfu sig alla í leikinn sem tapaðist með minnsta mun 36-35.

Stig gegn Borgarnes. Haukur Rafn 12, Hilmir 12, Hugi 4, Lazar 2, Bennsi 2, Steini 2 og Egill 1.

Það var erfitt fyrir strákana að tapa þessum leik, og er það örugglega ástaæða þess að þeir komu hálfvængbrotnir til næsta leiks sem var gegn Snæfell. Það er skemmst að segja að Snæfell landaði öruggum sigri, lokatölur 69-26 og strákarnir ekki sáttir.

Stig gegn Snæfell. Lazar 9, Hilmir 7, Haukur Rafn 6, Arent 2 og Egill 2.

 

Nú var komið að síðasta leiknum og var hann gegn Njarðvík. Þar komu okkar strákar tilbúnir til leiks og unnu öruggan sigur, lokatölur 52-39 og gleðin tekinn á ný. Þarna kom sóknin og vörnin hjá strákunum og sáu þeir hvað þeir geta ef hakan er ekki niður við gólf. Mikil reynsla kom úr þessari fer og flottir "púkar" komu sælir heim.

Stig gegn Njarðvík. Lazar 16, Haukur Rafn 12, Hugi 8, Hilmir 6, Steini 6 og Arent 4.

 

Þjálfari og fararstjórar vilja þakka strákunum kærlega fyrir góða ferð þar sem strákarnir voru flottir fulltrúar Ísafjarðarbæjar.

Deila