Fréttir

Minniboltinn með pylsupartí

Körfubolti | 23.10.2009
Minnibolti yngri KFÍ 2009
Minnibolti yngri KFÍ 2009
1 af 3
Strákarnir úr minnibolta yngri hittust heima hjá Kjartani í kvöld.  Þeir eru að undirbúa keppnisferð um næstu helgi, en þá ætla þeir sér að gera góða hluti á Hópbílamótinu hjá Fjölnismönnum í Grafarvogi.  Þetta ¨verður í fyrsta sinn sem þeir taka þátt í skipulagðri keppni og því fannst öllum tilvalið að berja saman keppnisandann, með því að hittast utan vallar í þetta sinn. 

Allir fengu SS pylsur, Capri Sun og frostpinna.  Strákarnir léku sér svo saman í 2 klst og var höfðu allir gaman af.  Leikmenn héldu svo hver til síns heima, reynslunni ríkari og ljóst að KFÍ getur litið björtum augum fram á veginn með slíka liðsmenn innanborðs.

Minnibolta yngri 2009 skipa:  Aron Máni, Benedikt, Haukur, Hilmir, Hugi, Kjartan, Kristján Logi, Lazar, Þorleifur.  Óðinn og Martina komust ekki í kvöld en strákarnir biðja að heilsa þeim.  Deila