Fréttir

Minningarleikur

Körfubolti | 30.03.2010
Þórey Guðmundsdóttir
Þórey Guðmundsdóttir

Minningarsjóður Þóreyjar Guðmundsdóttur stendur fyrir minningarleik á milli núverandi leikmanna KFÍ gegn eldri og fyrrverandi leikmönnum KFÍ sem léku með Þóreyju.  Leikurinn verður kl. 14:00  fimmtudaginn 1 apríl, á Skírdag, í íþróttahúsinu á Torfnesi að loknu páskaeggjamóti KFÍ.  Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Þórey Guðmundsdóttir var virkur félagi í KFÍ bæði sem leikmaður og þjálfari yngri stúlkna hjá félaginu.  Hún lést af slysförum í janúar 2006 og var minningarsjóður í hennar nafni  stofnaður það sama ár og er honum ætlað að styðja við bakið á yngriflokkastarfi stúlkna hjá KFÍ.

Á leiknum verður tekið við frjálsum framlögum til styrktar sjóðnum og eins er unnt að milifæra beint á reikning minningarsjóðsins  
1128-05-250183, 620105-0310

Deila