Körfubolti | 16.01.2011
Sævar var stigahæstur
Drengjaflokkur spilaði gegn Fjölni og tapaði naumega eftir æsispennandi leik 72-74. Leikurinn byrjaði illa af okkar hálfu og virtust piltarnir ekki almennileg tilbúnir og byrjuðu ekki að taka á Fjölnismönnum fyrr en þeir voru búnir að gefa þeim 9 stig í forgjöf. við skoruðum sem sagt ekki stig fyrr en eftir að Fjölnir hafði komist í 9-0. Þá fóru KFÍ piltar að átta sig á því að þeir voru ekkert lakari og að aðeins þurfti að hafa fyrir hlutunum.Strákarnir hristu af sér skrekkinn og fóru að sækja að körfu Fjölnismanna og berjast fyrir lausum boltum og komu sér inní leikinn og náðu að minnka muninn í 14-16 í lok fyrst leikhluta. Einbeiting ekki alveg í lagi og taldist liðstjóra til að ein 3 galopin layup hafi farið forgörðum í þessum leikhluta.
Annar leikhluti fór vel af stað og náum við forystu en svo kom slæmur kafli og vorum við 10 stigum undir í hálfleik, 27-37. Í upphafi 2. fjórðungs urðum við fyrir því áfalli að Nonni tognaði á lærvöðva og gat hann ekkert leikið meira í leiknum.
Sævar Vignis fór af stað með látum í 3. leikhluta með 2 þriggja stiga og var sá fyrri í vel fyrir utan. Kveikti þetta vel í strákunum og náum við okkur snögglega inn í leikinn og börðust piltarnir vel um hvern bolta og spiluðu fína vörn, staðan í lok 3. leikhluta 55-56.
4. leikhluti var jafn og spennandi allan timan og skiptust liðin á því að ná forystunni. Þegar rúm ein mínúta var eftir náðum við tveggja stiga forystu en besti maður Fjölnismanna Elvar Sig nær að jafna. Í næstu sókn á eftir mistekst okkur að skora en við náum sóknarfrákasti þegar um 20 sek eru eftir en strákarnir fara illa að ráði sínu og taka ótímabært þriggja stiga skot þegar um 15 sek eru eftir í stað þess að spila út klukkuna og taka síðasta skotið.
Fjölnismenn taka tíma og áðurnefndur Elvar kemst á vítalínuna og setur 2 víti niður, Fjölnir tveimur stigum yfir. KFÍ tekur tíma. Við komum boltanum á Leó eftir innkast og Fjölnir brýtur og við ekki í bónus, annað innkast, 2 sekúndur eftir. Við tökum innkast, boltinn berst á Ingvar sem á gott opið þriggja stiga skot en því miður vildi boltinn ekki niður og tap staðreynd.
Virkilega svekjandi að tapa þessum leik þar sem við áttum alla möguleika á sigri. Strákarni geta hins vegar gengið stoltir af veli þar sem þeir stóðu sig virkilega vel gegn sterku lið Fjölnis. Mjög góðir kaflar sáust til liðsins og voru menn virkiliega að spila saman sem lið hvort sem var í vörn eða sókn.
Annars skiptust stigin þannig:
Sævar Viginsson 24, 3-3 í vítum, 3 þriggja
Leó Sigurðsson 17, 3 þriggja
Hákon Atli Vilhjálmsson 10, 4-2 í vítum
Hermann Hermannsson 8
Óskar Kristjánsson 6, 2 þriggja
Ingvar Viktorsson 5, 1 þriggja, 1-0 í vítum
Guðni Páll Guðnason 2
Jón Kristinn Sævarsson 0, 2-0 í vítum
Jóhann Friðriksson 0
5 víti í súginn og reyndist það dýrt þegar upp var staðið. Annars stóðu sig allir leikmenn vel og mjög gaman að sjá hversu vel spilandi drengjaflokksliðið er orðið. Aldrei að vita nema sigur hefði unnist hefðum við getað still upp fullu liði en Sigmundur Helga, Gautur Guðjóns, Andri Einars og Stefaán Díegó náðu ekki að spila með að þessu sinni vegna meiðsla og annara ástæðna.
Deila