Fréttir

Nebojsa og Rúnar Ingi tilnefndir

Körfubolti | 05.01.2016
Nebojsa Knezevic. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.
Nebojsa Knezevic. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.
1 af 2

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hefur tilnefnt þá Nebojsa Knezevic og Rúnar Inga Guðmundsson sem íþróttamenn Ísafjarðarbæjar. Nebojsa er tilnefndur í flokknum Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar en Rúnar Ingi í flokknum efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.

 

Öll íþróttafélög í Ísafjarðarbæ tilnefna íþróttamenn í kjörinu um Íþróttamann Ísafjarðarbæjar. Tilkynnt verður um kjörið þann 24. Janúar næstkomandi þegar bæjarstjórn afhendir þeim einstaklingi sem valinn er Íþróttamaður ársins í Ísafjarðarbæ viðurkenningu.

 

Nebojsa Knezevic er einn af máttarstólpum meistaraflokks karla hjá Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar. Hann er fjölhæfur og hæfileikaríkur leikmaður sem leggur sig ætið allan fram í keppni og á æfingum. Nebojsa er góður liðsfélagi sem miðlar af reynslu sinni til yngri leikmanna. Hann er einstaklega góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur KFÍ og hefur sannað sig sem þjálfari yngri flokka félagsins.

 

Rúnar Ingi Guðmundsson er ungur og efnilegur körfuknattleiksmaður. Hann hefur stundað íþróttina af kappi frá unga aldri og sýnt stöðugar framfarir. Rúnar Ingi steig sín fyrstu skref með meistaraflokki KFÍ haustið 2015 í 1. deild karla þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gamall. Hann er góður liðsfélagi, duglegur og samviskusamur og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkenndur.

Deila