Síðastliðinn sunnudag fór fram hátíðleg athöfn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þar sem veittar voru viðurkenningar til þeirra íþróttamanna sem tilnefndir vour sem íþróttamaður ársins og efnilegasti íþróttamaðurinn á Ísafirði.
Nebojsa Knezevic var tilnefndur sem íþróttamaður ársins og Rúnar Ingi Guðmundsson sem efnilegasti íþróttamaðurinn fyrir hönd KFÍ. Þriðja árið í röð varð hin magnaða sundkona Kristín Þorsteinsdóttir hlutskörpust í vali á íþróttamanni ársins, en hún átti frábært sundár, setti heimsmet og vann til fjölda verðlauna á stórmótum erlendis. Hlutskörpust í vali á efnilegasta íþróttamanninum varð skíðagöngukonan Anna María Daníelsdóttir.
KFÍ óskar verðlaunahöfunum og öllum tilnefndu íþróttamönnunum til hamingju!
Deila