Miðherjinn sterki Nemanja Knezevic verður áfram með Vestra á komandi tímabili. Nemanja var einn besti leikmaður 1. deildar á síðasta tímabili en meiddist skömmu fyrir úrslitakeppnina og náði ekki að ljúka tímabilnu með Vestra.
Tölfræðin talar sínu máli en hann var næst framlagshæstur allra í deildinni með 36.11 punkta, frákastakóngur deildarinnara með 17,9 fráköst, níundi stigahæsti leikmkaðurinn með 22,16 stig auk þess að vera í þrettánda sæti yfir stoðsendingahæstu menn með tæpar 4 sendingar í leik.
Það er mjög ánægjulegt að sjá Nemanja aftur heilan heilsu á parketinu á Torfnesi og verður gaman að sjá hann láta til sín taka í vetur.
Þess má einnig geta að Nemanja mun einnig aðstoa Yngva Gunnlaugsson yfirþjálfara við þjálfun 10. flokks stúlkna og stúlknaflokk. Þar er á ferðinni stór hópur efnilegra stúlkna sem munu njóta góðs af þjálfun þessa fagmanns sem er einmitt menntaður í körfuboltaþjálfun í heimalandi sínu Svartfjallalandi.
Deila