Þá er komið að síðasta útileik meistaraflokks á þessu ári og er leikurinn gegn Frikka Stef og hans græna her í Njarðvík. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur, en svo er um alla leiki í Iceland Express deildinni. Það er samt gott að hafa í huga að allir byrja jafnir og svo er bara að sjá hvort liðið er duglegra að setja boltann í körfu andstæðingsins og verjast að fá körfur hjá sér.
Við hvetjum alla Vestfirðinga að koma til Njarðvíkur og sjá leikinn. Hann er settur á fimmtudagskvöldið 8. desember, kl.19.15 og koma svo 1,2,3 KFÍ
Deila