Næg verkefni liggja fyrir hjá KFÍ um helgina. Fyrst er það mfl. karla sem tekur á móti toppliði ÍA og er sá leikur á Jakanum kl. 19.15 á morgun föstudag 28. okt.
Næst eru það dömurnar í mfl. kvenna sem byrja leik sinn í Íslandsmóti 1. deildar hér heima með því að spila gegn liði Grindavíkur tvisvar. Fyrri leikurinn er kl. 14.30 á laugardag og sá seinni er á sunnudaginn kl. 13.00. Báðir á Jakanum.
Unglingaflokkur drengja mun spila hér heima gegn liði Snæfells/Skallagríms og hefst sá leikur kl. 17.00 á laugardag.
10. Flokkur drengja tekur á móti ÍR, Snæfell og Njarðvík í fjölliðamóti og er leikið í Bolungarvík á laugardag og hefjast leikar kl. 15.00 þar og er leikið til kl. 20.00. Síðan er haldið áfram og klárað á sunnudeginum á Jakanum kl. 09.00 á sunndudeginum og klárast mótið kl. 12.00.
Síðast en ekki síst fer 7. flokkur drengja til Hvammstanga á laugardag og tekur þátt í fjölliða móti þar með Kormák, Fjölni og Ármann.
Nú er að láta sjá sig um helgina, hvetja alla flokkana og áfram KFÍ
Deila