Fréttir

Nú er að duga

Körfubolti | 10.03.2014
Láttu ekki þitt eftir ligga!
Láttu ekki þitt eftir ligga!

Þá er komið að síðasta heimaleik KFÍ á þessu tímabili á föstdagskvöldið 14.mars og þessi leikur er af dýrari gerðinni. Gestir okkar eru drengirnir hans Teits frá Stjörnunni úr Garðabæ og eru þeir í bullandi baráttu um sætisröðun ú úrslitakeppninni í Dominos deildinni. Okkar strákar eru að ebrjast fyrir veru sinni í deildinni og ætla sér að berjast með kjafti og klóm. Það er gríðarlega nauðsynlegt að fylla Jakann og taka þátt í leiknum með strákunum. Leiikurinn hefst kl.19.15

 

Það verða glæsileg verðlaun í skotleik í boði Pacta/Motus og er þar í verðlaun Ipad auk aukaverðlauna !! Og Svo er ,,Velkomin um borð" leikur Flugfélags Íslands á sínum stað þar sem heppinn áhorfandi getur skotið sig um borð. Þannig að nú er að mæta og muna að miði er möguleiki.

 

Að venju byrjum við á því að fá okkur í gogginn með kokkaliði KFÍ og er eldað á hinni frábæru Muurikka pönnu sem meistari Steini er með á sínum snærum.

 

KFÍ-TV verður að sjálfsögðu með beina útsendingu og hefst hún kl.18.50.

 

Áfram KFÍ

Deila