Nú hefur endanlega tekist að ganga frá æfingatöflu KFÍ fyrir veturinn 2011-2012 en óvenju erfiðlega gekk að koma henni saman að þessu sinni. Ásókn í íþróttahúsið á Torfnesi er meiri en framboð á tímum og því er það verulegt pússluspil að reyna að koma til móts við þarfir allra félaga.
Pétur Már Sigurðsson, yfirþjálfari KFÍ, biður alla þá velvirðingar sem orðið hafa fyrir óþægindum af þessum sökum en hann er sannfærður um að gerð æfingatöflu næsta vetrar muni ganga betur í ljósi reynslunnar í haust. Töfluna má finna hér.
Deila