Fréttir

Nýir keppnisbúningar vígðir

Körfubolti | 10.10.2015

Nú um helgina stendur yfir fjölliðamót í 10. flokki drengja í Bolungavík þar sem KFÍ strákarnir taka á móti Hrunamönnum, Grindvíkingum og Skallagrími. Það kom í hlut strákanna að víga nýja keppnisbúninga KFÍ á mótinu. Eins og glöggir lesendur sjá hefur KFÍ aftur tekið upp hinna hefðbundnu KFÍ liti, blátt og hvítt. Aðalbúningar yngri flokka verða bláir en hjá meistaraflokki verða heimavallarbúningarnir hvítir og útvallabúningar bláir eins gert er ráð fyrir í keppnisreglum KKÍ.

 

Búningarnir eru stílhreinir og einfaldir og þá prýða auglýsingar frá dyggum styrktaraðilum KFÍ, HG Gunnvöru, Íslandsbanka og Ögur Travel.

Deila