Fréttir

Nýr leikmaður til KFÍ

Körfubolti | 05.08.2011
Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.
Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.

Þær góðu fréttir voru að berast að Kristján Pétur Andrésson hafi skrifað undir samning við okkur í KFÍ. Þetta er frábær viðbót í leikmannahóp okkar og ekki aðeins mun hann styrkja meistaraflokkinn, heldur mun Kristján verða frábær viðbót í unglingaflokk félagsins.

 

Kristján spilaði með Snæfell í fyrra og í sameiginlegu liði Snæfells/Borgarnes í unglingaflokk, þar sem hann var ein aðaldrifjöðurin og var með um 20 stig og 7 fráköst í leik. Hann var núna í vor valinn í U-20 landsliðshópinn hjá Benedikt Guðmundssyni.

 

Nú þegar hafa þeir Siggi Haff of Jón Hrafn ritað undir og núna hefur Kristján gert slíkt hið sama. Greinilegt að koma Péturs Más er að skila sér.

 

Við bjóðum Kristján Pétur kærlega velkominn.

 

Áfram KFÍ

Deila