Nýtt Unglingaráð KFÍ fyrir starfsárið 2011-2012 hefur tekið til starfa og hélt það fyrsta fundinn sinn á mánudaginn var. Kristín Örnólfsdóttir var kjörin formaður ráðsins en Birna Lárusdóttir ritari. Ráðið er skipað öflugu fólki sem allt á það sameiginlegt að vilja vinna vel að uppbyggingu félagsins. Fjölmörg verkefni eru á döfinni en fyrsta verk ráðsins var að samþykkja þjálfara og æfingatöflu yngri flokka en æfingar hefjast einmitt í dag. Eftirtaldir sitja í unglingaráði, ýmist sem aðal- eða varamenn:
Áhugasömum er bent á að fundargerðir Unglingaráðs eru aðgengilegar á heimasíðunni okkar en þar má einnig finna allar fundargerðir síðasta starfsárs.
Deila